Glæsilegt!!

Allt yfir 60 prósent er frábær frammistaða, það er áhugavert að sjá fjölmiðlana miða

þjóðaratkvæðagreiðslunni við Alþíngiskosningar! Fyrst og fremst hef ég ekki séð neinar beinar

útsendingar í sjónvarpinu ídag frá mótmælunum og umfjöllunin um þessa þjóðaratkvæðagreiðslu

er búin að vera mjög neikvæð, sérstaklega frá Ríkisstjórninni!  Seigum svo að flestir Jafnaðarmanna og

vinstri grænu sita heima í mótmælaskyni þar er uþb 30 prósent af atkvæðin og seigum svo að

umfjöllunin um þennan þjóðaratkvæðagreiðslu er búin að vera neikvæð og með hræðslustefnu

Ríkisstjórnarinnar þar hverfur slatti af eldriborgara (margir þeirra hafa alltaf haft á hreinu hverja

þeir kjósa en þora ekki taka afstöðu núna) Þar getur verið um 10 prosent och þá er sem sagt 60 

prosent eftir og þá væri ég bara gífurlega sáttur!!  Þetta er stór dagur fyrir Íslensk Lýðræði !!!

Til hamingju!!!


mbl.is Um 40% kjörsókn í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður að muna að taka töflurnar þínar. Ég er enginn andskotans framsóknarmaður eða Sjálfstæðismaðu þó ég hafi mætt á kjörstað

Siggi (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 18:56

2 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Ég sagði ekki ALLIR en þetta skírir heilmikið samt.  Komdu svo með rök án þess að koma með barnastæla eins og "gleima taka töflurnar" .

Sævar Guðbjörnsson, 6.3.2010 kl. 19:10

3 identicon

Þú hefur ekki mikinn metnað. 60% sem slefar kannski 55% er bara hræðileg niðurstaða. Stór hluti þjóðarinnar sat markvisst heima til að mótmæla þessum kosningum og aðdragandanum. Þessi hópur er að senda skýr skilaboð til forsetans því hann hefur hálfa þjóðina ekki með sér.

Ég verð að taka undir með Sigga að ég skil ekki þessa útreikninga þína. Þeir eru amk. kjánalegir því HJafnaðarmenn eru uþb þriðjungur þjóðarinnar og þeir kusu eða kusu ekki. Þetta er ekki einn hópur þó hann sé kannski ekki allur sammála þér. Kosningatölur eru vonbrigði og ekkert annað.

Sævar Björn (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 20:41

4 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Þessi hópur eru að taka pólitíska afstöðu, sjálfstæðisflokkur hingað framsóknaflokkur þangað. Reynið að skilja að bretar eru að kúga okkur og ætla sér að hagna á þessari Icesave deilunni sem er rangt. Í staðin fyrir að láta samfylkinguna heilaþvo þig  þá ættir þú að kynna þig málið betur og það hefur ekkert með pólitík að gera (kosningin)

Sævar Guðbjörnsson, 6.3.2010 kl. 20:50

5 identicon

Málefnalegur!!!

Þetta er BARA pólitík. Hrunaflokkarnir hagnast á þessu rugli meðan þjóðinni blæður. Helmingur þjóðarinnar er að senda skýr skilaboð um að þessi atkvæðagreiðsla sé bara tilgangslaust rugl og tímasóun. Við verðum bara að sætta okkur við það þó það sé okkur nei mönnum ekki að skapi.

Sævar Björn (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 20:59

6 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Mér er skít sama hvort Flokkarnir eru í einhverju sandkassaleik eða ekki gleimum það atriði og sjáið möguleikan fyrir okkur í staðin. Atkvæðagreiðslan er fyrir hendi og hún hefur gildi hvort við eigum að samþykja ríkisábirgð eða ekki. Ég á 2 ára son og vil ekki að han þurfi að fá skjert heilbrigðiskerfi til að gefa bretum HAGNAÐ á okkur skattborgurum.

Sævar Guðbjörnsson, 6.3.2010 kl. 21:18

7 identicon

 Þú verður að kynna þér málin betur. Svona liggja málin fyrir og því situr aallur þessi hópur heima.

Eins og staðan er nú, þar sem m.a. er búið að bjóða okkur tvö til þrjú vaxtalaus ár og lægri vexti en áður, kemur ekki til greina að segja já.
Nei þýðir hins vegar að lögin frá í fyrrasumar taka gildi og er Bretum og Hollendingum í lófa lagið að samþykkja nú fyrirvarana og láta okkur borga, m.a. 5.5% vexti frá
1. janúar 2009. Það þýðir um 100 milljarðar á þremur árum í vaxtagreiðslur einar og sér. Væri ég í þeirra sporum myndi ég samþykkja fyrstu fyrirvarana enda munu þeir væntanlega fá hærri endurgreiðslur þannig en að semja við okkur um það sem nú liggur á borðinu.
Af þessu sést að efnislega er spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun sams konar og spurningin: Ertu hættur að berja konuna þína?
Ef þú segir nei ertu að viðurkenna  að þú berjir hana ennþá en ef þú segir já ertu að játa að þú hafir barið hana en sért hættur því (í bili)!

2

a)  Pólitískir lýðskrumarar landsins hafa komið því inn hjá stórum hluta þjóðarinnar að með nei-i séum við að neita greiða skuldir sem við höfum sem þjóð ekki stofnað til. Því fer auðvitað fjarri því allir flokkar hafa sagst ætla að borga óreiðuskuldirnar og því snýst málið eingöngu um afborganir og vexti af þessum skuldum. Við erum því í þjóðaratkvæðagreiðslu um vexti og afborganir. Um leið og umheiminum verður þetta ljóst verðum við að alheimsathlægi og fleiri en Jónas Kristjánsson fv. ritstjóri munu sannfærast um vanmat Þráins Bertelssonar á gáfnafari þjóðarinnar.
b) Flestum er ljóst að neitun forseta á staðfestingu laganna byggðist fyrst og fremst á pólitískri nauðvörn hans og óvinsældum meðal þjóðarinnar og hefur ekkert með lýðræðisást að gera. Með því að fara á kjörstað er maður að lýsa yfir stuðningi við þennan málstað forseta. Þá erum við með því að taka þátt í þessu að lýsa yfir stuðningi við að einn maður ákveði að breyta stjórnskipan landsins þegar honum dettur slíkt í hug.
c)  Alþingi nýtur nú trausts meðal 13% þjóðarinnar. Með því að fara á kjörstað er maður að lýsa yfir stuðningi við meðferð þess á málinu og þá einkum og sér í lagi framgöngu þeirra flokka sem stóðu að einkavæðingu bankanna o.fl. sem m.a. lagði grunn að hruninu og ICESAVE-málinu öllu. Mér er það ómögulegt.

3

Í dag hafa komið fram fréttir um rúmlega 3% hagvöxt á síðasta ársfjórðungi 2009. Hann jafngildir um 50 milljarða aukningu á þjóðartekjum á ári. Óvissan og allt ruglið í kringum ICESAVE mun að öllum líkindum setja hagvöxt aftur í mínus á þessu ári þar sem hvert % er um 15 milljarðar. Vextirnar af ICESAVE verða því til langframa smáaurar miðað við tjónið sem tafirnar, atvinnuleysið, fólksflóttinn og óvissan veldur þjóðinni. Nýtt hrun verður þá líklegra en ella.

Siggi (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 21:46

8 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Ef við samþykjum Icesave 01/2010 þá erum við að samþykja að við getum ekki sótt rétt okkar í dómstólnum útaf spurningu um ríkisábirgð.  ef við samþykjum eldri icesave samningnum þá er það verri kostur peningalega séð já en við getum sótt rétt okkar í dómstól með því að aðeins borga með eignum landsbanka og ekkert meira og ef bretar velja að gera ekkert og reyna að beyta þrýstingu alþjóðlega þá kærum við þá fyrir Hriðjuverkabeytingunni og lygar ummælin um að við værum gjaldþrota sem hefur valdið skaða. Ég skil hvað þú meinar með að það er engin flott útkoma úr kosningonum en við verðum að velja það sem er minna illa.  Þessi betri samningur sem samfykismenn eru að tala um er ekki frágengin. hvað ef kosningarnir myndi enda þannig að Já Icesave 01/2010 á að halda gildi , myndi vinna? Helduru að bretar myndu halda áfram að gefa okkur "betri samníng" ? Ég held ekki!  Betra að kjósa nei til öryggis svo að svo verði ekki. 

Sævar Guðbjörnsson, 6.3.2010 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband