19.3.2010 | 12:07
Ekki hissa.
Ég er ekki hissa á þessari niðurstöðu skoðunnarkönnunar. Enda tóku 40 % ekki afstöðu
í þessari skoðunarkönnun. Aftur á móti þeir sem hafa tekið afstöðu gefur samt sem áður einhverja
vísbendingu í þessum úrslitum. 40,3% myndi kjósa XD ídag , eins og ég sé þetta þá hafa flestir
fyrrverandi sjálfstæðismenn (sem vildi refsa sinn flokk í síðustu kosningar) ákveðið að kjósa
SINN flokk sem passar þeirra stefnu (Atvinnusköpun svo einhvað sé nefnt). Flestir sem eru fyrrverandi
sjálfstæðismenn og kusu samfylkinguna eða VG eru búnir að sjá að grasið er ekki grænna hinum
megin. Aðgerðarleisið stjórnarflokkana og blinda stefnan að ESB á kosnað Icesave er búið að kosta
stórninni mikla fylki. Eins og ég sé þetta þá er Samfylkingin með Steingrími í farabroddinum
ekki hæf að stjórna landinu. Þeir meiga eiga það að þeir hafa fasta stefnu sem þeir fylgja ENN
einbeitingin virðist vera á kosnað öllu öðru sem er nauðsinlegt að þjóðin lifi af.
Til að gera langa sögu stutta, FÓLKIÐ HEFUR EKKI NEINA KOST Á VÖL, það er ekkert til í stöðunni
eins og hún er núna. Sjálfur er ég búinn að fá nóg af samfylkingunni hvernig þeir vaða yfir vilja fólks
og sverta lýðræði. Sama gildir Sjálfstæðisflokkin og þeirra spillingaröfl. Það þyrfti algjörlegan nýan
flokk með menn og konur með hjartað á réttum stað og kunnáttu að reka þjóð alminnilega!
Sá flokkur í mínum huga gæti haft þessa menn:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (XB)
(Án hans og Indefence auk Forseta vor værum við með versta samning í sögu lýðveldsins í Icesave)
Ögmundur Jónasson (VG)
(breitti ekki stefnu eins og Steingrímur eftir Jóhanna samfylkinga pressu, er á móti AGS og ESB)
Lilja Mósesdóttur (VG)
(bara eins og Ögmundur)
Birgitta Jónsdóttir (hreyfing)
(Baráttukona og dugleg að vinna með erlenda miðla í okkar hag)
Þór Saari (Hreyfing)
(Fylgir vilja þjóðarinnar)
Og svo nokkrir aðrir sem virðast ok.
Katrín Jakobsdóttir (VG)
Siv Friðleifsdóttir (XB)
Eygló Harðardóttir (XB)
Illugi Gunnarsson (XD)
Tryggvi Þór Herbertsson (XD)
Sennilega yrði mikill klofningur í þessum flokki í flestum málum :) en það er svo annað mál,
þetta myndaði ég bara á Heiðarleika og kunnáttu en svo get ég haft rangt fyrir mér á einhverjum
af þeim. Enn bara svo allir vita Þá er ég EKKI flokksbundinn!
Eins og staðan er ídag þá myndi ég kanski kjósa autt ENN gæti kanski hugsað mér að kjósa
Framsókn en þarf að kynna mig þá stöðu betur. Ég veit að Framsókn var í stjórn með XD á sínum
tíma þegar einkavæðingumálin byrjaði en ég held að það er búið að yngja og taka til í flokknum
síðan þess.
Sjálfstæðisflokkurinn með 40,3% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er með því gáfulegasta sem ég hef lesið á blogginu í allavega 2 mánuði :)
Óskar G (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 22:14
Takk Óskar, það er svo fyndið að þegar maður gagngrýnir ríkisstjórnina þá er maður "sjálfstæðismaður" eða "hægri sinnaður" Eins og maður hafi ekki rétt að gagngrýna :)
Sævar Guðbjörnsson, 20.3.2010 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.